þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

KS Deildin

23. febrúar 2017 kl. 16:15

Niðurstöður úr fjórgangi og umfjöllun um skemmtilegt kvöld

Artemisia Bertus og Korgur frá Ingólfshvoli sigruðu fjórgangskeppni KS-Deildarinnar í gærkvöldi. Þau leiddu eftir forkeppni með einkunina 7,23 og hlutu þau 7,50 í úrslitum, glæsilegt par.Þetta er annað árið í röð sem þau sigra þessa grein.

Fanndís Viðarsdóttir og Stirnir frá Skriðu veittu þeim harða samkeppni, en þau stóðu sig frábærlega í gær og hlutu 7,23 í úrslitum.Stirnir er mjög svo athyglisverður hestur með jafnar og góðar gangtegundir og var honum vel stjórnað af knapa sínum Fanndísi. 


Taktur og Gjöf eru orðin mjög keppnisvön hross og stóðu þau fyrir sínu í gærkvöldi. Gústaf Ásgeir og Draupnir frá Brautarholti  voru einnig í A-úrslitum en áttu í erfiðleikum þar, spennandi hestur þó. 

Helga Una og Herjólfsdóttirin Þoka frá Hamarsey sigruðu b-úrslitin. Þoka er einungis 6 vetra og á hún greinilega framtíðina fyrir sér á keppnisvellinum.Sú breyting hefur orðið í KS-Deildinni að sigurvegari b-úrslita fer ekki upp í A-úrslit. Teljum við þetta vera mjög hestvæna breytingu og sérstaklega fyrir svona ung hross eins og Þoku. Önnur 6 vetra hryssa stóð sig vel í gær og var einnig í b-úrslitum Nútíð frá Leysingjastöðum knapi hennar var Vigdís Gunnarsdóttir, þær hlutu 6,53 í úrslitum.  Nútið hefur m.a. hlotið í kynbótadómi 10,0 fyrir hægt stökk og 9,5 fyrir hægt tölt. Mikið fjórgangsefni.

Það var Lið Hrímnis sem sigraði liðakeppnina í gær.Liðsstjórinn Þórarinn Eymundsson í A-úrslitum og Helga Una & Jóhanna Margrét í b-úrslitum. 

A-Úrslit 
1. Artemisia Bertus & Korgur frá Ingólfshvoli - 7,50
2. Fanndís Viðarsdóttir & Stirnir frá Skriðu - 7,23
3. Þórarinn Eymundsson & Taktur frá Varmalæk - 6,93
4. Elvar E. Einarsson & Gjöf frá Sjávarborg - 6,87
5. Gústaf Ásgeir Hinriksson & Draupnir frá Brautarholti - 6,37

B-úrslit
6.Helga Una Björnsdóttir & Þoka frá Hamarsey - 6,73
7.Jóhanna Margrét Snorradóttir & Kári frá Ásbrú - 6,67
8-9.Vigdís Gunnarsdóttir & Nútíð frá Leysingjastöðum - 6,53
8-9. Viðar Bragason & Þytur frá Narfastöðum - 6,53
10.Hallfríður S. Óladóttir & Kvistur frá Reykjavöllum - 6,37

Niðurstöður úr forkeppni
1.Artemisia Bertus & Korgur frá Ingólfshvoli - 7,23
2. Fanndís Viðarsdóttir & Stirnir frá Skriðu - 6,93
3. Þórarinn Eymundsson & Taktur frá Varmalæk - 6,70
4. Elvar E. Einarsson & Gjöf frá Sjávarborg - 6,63
5. Gústaf Ásgeir Hinriksson & Draupnir frá Brautarholti - 6,57
6. Helga Una Björnsdóttir & Þoka frá Hamarsey - 6,53
7. Vigdís Gunnarsdóttir & Nútíð frá Leysingjastöðum - 6,47
8. Jóhanna Margrét Snorradóttir & Kári frá Ásbrú - 6,43
9. Hallfríður S. Óladóttir & Kvistur frá Reykjavöllum - 6,43
10. Viðar Bragason & Þytur frá Narfastöðum - 6,40
11. Mette Mannseth & Sif frá Þúfum - 6,37
12. Ísólfur Líndal & Ósvör frá Lækjamóti - 6,33
13. Finnbogi Bjarnason & Úlfhildur frá Strönd - 6,30
14. Flosi Ólafsson & Hildur frá Flugumýri - 6,17
15. Fanney Dögg Indriðadóttir & Táta frá Grafarkoti - 6,17
16. Fríða Hansen & Kvika frá Leirubakka - 6,10
17. Barbara Wenzl & Kveðja frá Þúfum - 6,03
18. Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir & Sara frá Lækjarbrekku - 6,00
19. Baldvin Ari Guðlaugsson & Dúkkulísa frá Þjóðólfshaga - 5,80
20. Sigurður Rúnar Pálsson & Reynir frá Flugumýri - 5,57
21. Lilja Pálmadóttir & Mói frá Hjaltastöðum - 0

Liðakeppni
Hrímnir - 52
Draupnir/Þúfur - 40
Team-Jötunn - 38,5
Hofstorfan/66norður - 35
Íbess-TopReiter - 29,5
Lífland - 28,5
Mustad  - 13,5