sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

KS deildin í kvöld

11. febrúar 2015 kl. 10:31

Hrímnisliðið í KS deildinni

Sýnt beint frá KS deildinni.

"Þá er komið að fyrsta keppniskvöldi KS-Deildarinnar. Eins og áður fer keppnin fram í Svaðastaðahöllinni miðvikudaginn 11.feb og hefst kl.20.00 Keppt verður í fjórgangi. Keppnin er bæði einstaklings og liðakeppni. Spenna og tilhlökkun er   fyrir þessu fyrsta kvöldi og menn farnir að spá í spilin. Ekki er óeðlilegt að veðjað sé á Hugleik frá Galtanesi sem líklegan   sigurvegara en hann mætir með nýjan knapa Valdimar Bergstað. Hugleikur hefur unnið fjórgangskeppnir meistaradeildarinar fyrir sunnan síðastliðin tvö ár   með Ólaf Ásgeirsson sem knapa. En ekki verður þetta baráttulaust fyrir Valdimar og Hugleik. Lilja Pálmadóttir mætir með Móa frá Hjaltastöðum en Lilja og Mói voru   í úrslitum á síðasta Íslandsmóti og hlutu í forkeppni sömu einkunn og Hugleikur   7,30. Baldvin Ari kemur með Öngul frá Efri - Rauðalæk sem hefur náð 7,37 í   fjórgangskeppni þótt hann sé lítt reyndur á þeim vettfangi. Bjarni Jónasson kemur með hinn farsæla Roða frá Garði sem hefur   hlotið 7,20 í fjórgangi og Þórarinn Eymundsson og Taktur frá Varmalæk hafa einnig náð 7,20. Líney Hjálmarsdóttir mætir með Völsung frá Húsavík en þau hlutu hvorki   meira né minna en 7,70 á innanhúsmóti síðastliðinn vetur. Hanna Rún og Nótt frá Sörlatungu hafa hlotið einkunn uppá 7,23 og svo   eru þarna yngri hross sem náðu athyglisveðum árangri á síðasta ári. Gaman verður að fylgjast með   Mette Mannseth sem teflir fram Verdí frá Torfunesi í fyrsta skipti í íþróttakeppni en Verdí hefur   hlotið 9 fyrir tölt, brokk og fyrir hægt stökk í kynbótadómi. Aðgöngumiði gildir sem happdrætismiði og er í vinning folatollur í   boði Íbishóls ehf. undir stórsnillinginn Snilling frá Íbishóli. Verð aðgöngumiða er kr.1500. Þetta er kvöld sem enginn hestaunnandi ætti að láta fram hjá sér fara."

Sýnt verður beint frá mótinu á netinu á gegn gjaldi (2000,-).  Það verður linkur inná heimasíðunni; http://www.svadastadir.is/ þar sem hægt verður að horfa.

Einnig verða lifandi niðurstöður inná Facebook síðu KS-Deildarinnar ; https://www.facebook.com/pages/KS-Deildin-%C3%AD-hesta%C3%ADþróttum/345629558962746