miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

KS-Deildin - Fimmgangur

10. mars 2014 kl. 08:34

Ísólfur mætir með Sólbjart

Miðvikudaginn 12.Mars fer fram annað mót í KS-Deildinni þar sem keppt verður í fimmgang. Keppni hefst kl 20:00 í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki.

Í fyrra sigraði Ísólfur Líndal Þórisson fimmganginn á Sólbjarti frá Flekkudal en þeir eru skráðir til leiks nú á miðvikudaginn og ætla sér örugglega að verja titilinn.

Það er alls ekki gefið að það gangi eftir því sterkir hestar eru skráðir. Þar má nefna stóðhestana Stjörnustæl, Þey og Starkarð.
Guðmundur S. Hjálmarsson hlýtur að verða á pöllunum þar sem hann á tvo hesta skráða, þá Bratt og Villanda.
Athygli vekur að Bjarni Jónasson hefur lánað Elvari Gátu frá Ytra-Vallholti og spurningin er hvort hann muni ríða uppfyrir Bjarna sem mætir til leiks með stóðhestinn Dyn frá Dalsmynni.

Í heildina er þetta sterkur hópur og hinir mögnuðu knapar sem keppa í KS-Deildinni í vetur munu ábyggilega bjóða uppá spennandi keppni á miðvikudagskvöldið.

Aðgangseyrir er 1500,- og gildir miðinn sem happdrættismiði. Tveir folatollar eru í verðlaun undir stóðhestana Gretti frá Grafarkoti og Þórálf frá Prestbæ.

Ráslisti;

1.     Gísli Gíslason - Karl frá Torfunesi - Draupnir - Þúfur
2.     Ísólfur Líndal Þórisson - Sólbjartur frá Flekkudal - Laekjamot.is
3.     Sölvi Sigurðarson - Starkarður frá Stóru-Gröf - Laekjamot.is
4.     Sigvaldi Lárus Guðmundsson - Leiftur frá Búðardal - Weierholz
5.     Þorbjörn  H. Matthíasson - Freyja frá Akureyri - Björg - Fákasport
6.     Arnar Bjarki Sigurðarson - Engill frá Galtastöðum - Draupnir - Þúfur
7.     Líney María Hjálmarsdóttir - Brattur frá Tóftum - Hrímnir
8.     Jóhann B. Magnússon -  Skyggnir frá Bessastöðum - Weierholz
9.     Hörður Óli Sæmundarson - Hreinn frá Vatnsleysu - Hrímnir
10.  Þórarinn Eymundsson - Þeyr frá Prestbæ - Hrímnir
11.  Baldvin Ari Guðlaugsson - Svarta-Meyjan frá Hryggstekk - Top Reiter - Syðra Skörðugil
12.  Tryggvi Björnsson - Villandi frá Feti - Top Reiter - Syðra Skörðugil
13.  Vigdís Gunnarsdóttir - Flosi frá Búlandi - Laekjamot.is
14.  Mette Mannseth - Stjörnustæll frá Dalvík - Draupnir - Þúfur
15.  Hlín C Mainka Jóhannesdóttir  - Sísí frá Björgum - Björg - Fákasport
16.  Elvar E. Einarsson - Gáta frá Ytra-Vallholti - Top Reiter - Syðra Skörðugil
17.  Bjarni Jónasson -  Dynur frá Dalsmynni - Weierholz
18.  Viðar Bragason - Þórdís frá Björgum - Björg - Fákasport