miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Krúnudjásnið borið á markaðstorg

26. september 2012 kl. 11:28

Þrift frá Hólum á LM2011 á Vindheimamelum. Knapi Mette Mannseth.

Stikkorð

Hólahryssur

Tengt efni

Hestagull til sölu

Kristinn Hugason telur það ekki búhyggindi að ríkið leyfi sér að selja nánast hvaða hross sem er á meðan Hólabúið er á annað borð við lýði.

Hólaskóli auglýsir um þessar mundir fjórar kynbótahryssur til sölu, þar á meðal hestagullið Þrift frá Hólum, sem stóð önnur í elsta flokki hryssna á LM2011 á Vindheimamelum.

Kristinn Hugason, kynbótafræðingur og stjórnsýslufræðingur, er með kynbótabúið á Hólum í Úttekt í Hestablaðinu, sem kemur út á morgun, 27. september. Fyrirsögn greinarinnar er: Krúnudjásnið borið á markaðstorg. Kristinn segir meðal annars:

„Hrossabúið á Hólum sem í dag er skólabú við ríkisrekinn skóla á háskólastigi, er mjög hóflega stórt en afburða gott, þar sem árangurinn helgast umfram allt eins og annars staðar, þar sem skref eru stigin fram á við í hrossarækt; af skynsamlegu viti og áratuga löngu eljustarfi. Mikið hefur verið um það rætt í hópi hrossaræktarmanna og víðar hvort réttlætanlegt sé að reka hrossaræktina á Hólum í samkeppni við atvinnugreinina eins og oft er sagt. Rök má tína til bæði með og í mót en eitt er víst að einkavæðing búsins er ekki uppi á borðum núna og fyrst svo er ber að gjalda varhug við að ríkið leyfi sér að selja nánast hvað sem er. Krúnudjásnin ber ekki að fara með á markaðstorg nema að undangenginni rækilegri skoðun. Það hafa aldrei þótt búhyggindi að selja útsæðið. Almenn hrossasala er hins vegar sjálfsögð.“

Lesið um Hólahryssur í Hestablaðinu. Hægt er að kaupa áskrift í síma 511-6622.