miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Krummusæti fyrir unga knapa

23. júní 2015 kl. 14:37

Mæðgunar Eyrún Huld og Hrafna Lilja í þróunarferlinu.

Eyrún Huld hlaut styrki fyrir hönnun og framleiðslu aukabúnaðar á hnakk.

Krummusæti er lítið sæti sem situr framan á hnakknefinu. Belti fylgja sem festir barnið við knapann. Þannig er barnið stöðugt og knapinn með lausar hendur til að stjórna hestinum. Krummusæti er hugarfóstur Eyrúnar Huld Ásvaldsdóttur, sem hlotið hefur styrki til að þróa áfram og markaðssetja þessa sniðugu nýjung.

Eyrún Huld er í viðtali í 6. tbl. Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.