föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Krókus frá Dalbæ yfir níuna

odinn@eidfaxi.is
7. júní 2015 kl. 17:09

Krókus frá Dalbæ og Sigursteinn Sumarliðason sigruðu A-flokk annað árið í röð

Gæðingamóti Sleipnis lauk í dag á Brávöllum.

Í dag fóru fram úrsit á Gæðingamóti Sleipnis á Selfossi en forkeppni kláraðist í gær. Í B-flokki var keppnin talsvert spennandi en svo fór að Hreyfill frá Vorsabæ II hafði sigur með 8,97 en Krókus frá Dalbæ sigraði A-flokkinn örugglega með 9,01 í einkunn.

Keppt var í fyrsta sinn í C-flokki gæðinga en það er ný keppnisgrein sem ætluð eru byrjendum og lítið vönu keppnisfólki. Skráning í þennan flokk var lítil og spurning hvort nokkrir knapar í þessum flokki hafi átt erindi í þennan flokk sökum þess að þeir hafa að baki margra ára reynslu í keppni. Svo fór að Jessica Dahlgren og Glæta frá Hellu sigruðu með 8,37 í einkunn.

Úrslit dagsins eru eftirfarandi:

A-flokkur

1. Krókus frá Dalbæ / Sigursteinn Sumarliðason 9,01

2. Askur frá Syðri-Reykjum / Haukur Baldvinsson 8,51

3. Stikla frá Auðsholtshjáleigu / Sarah Höegh 8,50

4. Virðing frá Auðsholtshjáleigu / Agnes Hekla Árnadóttir 8,44

5. Djörfung frá Skúfslæk / Eyrún Ýr Pálsdóttir 8,44

6. Gáll frá Dalbæ / Sólon Morthens 8,43

7. Sleipnir frá Lynghóli / Helgi Eyjólfsson 8,38

8. Þytur frá Litla-Hofi / Hilmar Þór Sigurjónsson 8,20

9. Elding frá Laugardælum / Bjarni Sveinsson 8,12

B-Flokkur

1. Hreyfill frá Vorsabæ 2 / Sigurður Óli Kristinsson 8,97

2. Sending frá Þorlákshöfn / Helga Una Björnsdóttir 8,88

3. Katla frá Ketilsstöðum / Bergur Jónsson 8,82

4. Frami frá Ketilsstöðum / Elin Holst 8,67

5. Þruma frá Akureyri / Sigurður Sigurðarson 8,63

6. Nanna frá Leirubakka / Matthías Leó Matthíasson 8,52

7. Vals frá Auðsholtshjáleigu / Agnes Hekla Árnadóttir 8,50

8. Steinálfur frá Horni I / Ómar Ingi Ómarsson 8,49

C-Flokkur

1.    Jessica Dahlgren og Glæta frá Hellu ; 8,37

2.    Atli Fannar Guðjónsson og Katla frá Ytri-Löngumýri ; 8,21

3.    Emma Gullbrandsson og Árni frá Stóru-Hildisey ; 8,13

4.    Ann Kathrin Berner og Fiðla frá Sólvangi ; 8,09

5.    Bára Bryndís Guðmundsdóttir og Eskill frá Lindarbæ ; 8,05

Ungmennaflokkur

1. Hildur Guðbjörg Benediktsdóttir / Hvöt frá Blönduósi 8,36

2. Berglind Rós Bergsdóttir / Simbi frá Ketilsstöðum 8,32

3. Hjördís Björg Viðjudóttir / Ester frá Mosfellsbæ 8,05

Unglingaflokkur

1. Atli Freyr Maríönnuson / Óðinn frá Ingólfshvoli 8,53

2. Þuríður Ósk Ingimarsdóttir / Jakob frá Árbæ 8,32

3. Katrín Eva Grétarsdóttir / Kopar frá Reykjakoti 8,28

4. Kári Kristinsson / Hreyfill frá Fljótshólum 2 8,07

Barnaflokkur

1. Stefanía Hrönn Stefánsdóttir / Dynjandi frá Höfðaströnd 8,47

2. Unnsteinn Reynisson / Fáni frá Selfossi 8,38

3.  Bríet Bragadóttir / Líndal frá Eyrarbakka 7,95

4. Elfar Ísak Halldórsson / Rökkvi frá Strönd II 0,00