mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kristján og Denni í íslenska landsliðið fyrir NM2010

11. júní 2010 kl. 15:01

Kristján og Denni í íslenska landsliðið fyrir NM2010

Íslenska landsliðið fyrir NM2010 er farið að taka á sig mynd. Liðstjórinn Páll Bragi Hólmarsson hefur nú valið Denna Hauksson og Venus frá Hockbo í liðið, sem og Kristján Magnússon og Öldu frá Trengereid.

Denni, sem er búsettur í Svíþjóð, hefur átt góðu gengi að fagna á hryssunni Venus frá Hockbo og m.a. hlotið 7,60 í forkeppni í tölti og 8,13 í úrslitum. Auk þess hafa þau náð góðum árangri í fjórgangi. Denni er reyndur knapi og keppti m.a. fyrir hönd Íslands á NM2008.

Kristján og Alda hafa verið að gera góða hluti í skeiðgreinum og stefnt að því að þau keppi í 100m og 250m skeiði. Kristján Magnússon keppti fyrir Íslands hönd á NM 2008.