þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kristín hafði sigur

odinn@eidfaxi.is
25. maí 2015 kl. 15:25

Þokki frá Efstu-Grund og Kristín Lárusdóttir á Selfossi í dag.

WR móti Sleipnis og Skeiðfélagsins lokið á Selfossi

WR mótinu á Selfossi lauk rétt í þessu með úrslitum í tölti T1, en þar  hafði Kristín Lárusdóttir eftir að hafa verið jöfn Janusi Eiríkssyni en sætaröðun dómara réði úrslitum.

Mót þetta er það stærsta sem haldið hefur verið á mótssvæði Sleipnis á Selfossi og framkvæmd þess tókst í alla staði mjög vel. Í mótslok hélt Magnús Ólason formaður félagsins tölu þar sem hann þakkaði öllum starfsmönnum, sjálfboðaliðum og styrktaraðilum.

Úrslit töltkeppni dagsins eru eftirfarandi:

A-Úrslit í Tölti Meistaraflokk

1 Kristín Lárusdóttir / Þokki frá Efstu-Grund 7,94 
2 Janus Halldór Eiríksson / Barði frá Laugabökkum 7,94 
3 Bergur Jónsson / Katla frá Ketilsstöðum 7,83 
4 Jóhann Kristinn Ragnarsson / Kvika frá Leirubakka 7,78 
5 Berglind Ragnarsdóttir / Frakkur frá Laugavöllum 0,00

Kristín Lárusdóttir sigraði við sætaröðun dómara.

A-Úrslit í Tölti Ungmenna

1 Eggert Helgason / Stúfur frá Kjarri 7,44 
2 Fríða Hansen / Hekla frá Leirubakka 7,17 
3 Hrafnhildur Magnúsdóttir / Eyvör frá Blesastöðum 1A 6,61 
4 - 5 Birgitta Bjarnadóttir / Þytur frá Gegnishólaparti 6,50 
4 - 5 Gústaf Ásgeir Hinriksson / Fróði frá Akureyri 6,50 
6 Jóhanna Margrét Snorradóttir / Ari frá Síðu 5,72