miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kirkjubær og Hofsstaðir

4. júlí 2014 kl. 17:58

Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og hrossabóndi í Kirkjubæ.

Kynning ræktunarbúa.

Þá eru það síðustu tvö ræktunarbúin.

Hofsstaðir

Það eru þau Þórdís Anna og Erla Guðný Gylfadætur, Jón Ólafur Guðmundsson og Kristín Sveinbjarnardóttir sem kenna hrossin sín við Hofsstaði í Garðabæ.  Hestamennska þeirra Þórdísar, Erlu, Jóns og Kristínar er lífsstíll þar sem öll fjölskyldan tekur þátt. Þau eru áhugafólk um hrossarækt og markmið þeirra er að rækta reið- og keppnishross til eigin nota, þar sem áherslan er lögð á gott tölt, gott geðslag, mýkt og vilja.

Krikjubær

Á Krikjubæ á Rangárvöllum er rekið hrossaræktarbú og hefur verið gert um árabil. Markmið Kirkjubæs er fyrst og fremst að njóta samvistanna með hestinum, eflast sem hestamenn og rækta betri hross. Hér eru nokkur sýnishorn frá okkar búi.