sunnudagur, 22. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Krákur með 17 dæmd afkvæmi

2. júní 2011 kl. 19:55

Ronja frá Hlemmiskeiði 3 er hæst dæmda afkvæmi Kráks. Knapi er Þórður Þorgeirsson.

Á góða möguleika á fyrstu verðlaunum

Krákur frá Blesastöðum á allgóða möguleika á að ná fyrstu verðlaunum fyrir afkvæm,i eftir nýjan útreikning á kynbótamati fyrir LM2011. Hann á nú 17 fulldæmd afkvæmi og níu þeirra eru með fyrstu verðlaun.

Krákur er með 121 stig í Bluppi eftir útreikning frá í fyrra, en vantaði  þá allnokkur dæmd afkvæmi upp á til að uppfylla skilyrði til fyrstu verðlauna. Nú hefur hann hins vegar uppfyllt þau og gott betur.

Stóðhestar þurfa 118 stig fyrir 15 dæmd afkvæmi til að hljóta fyrstu verðlaun. Og nú er bara að bíða og sjá hvað kemur út úr tölvu Þorvaldar Árnasonar í Svíþjóð eftir næsta útreikning. Flest bestu afkvæmi Kráks eru í þjálfun, þannig að hann gæti komið með skemmtilegan afkvæmahóp á LM2011 ef fer sem horfir.