mánudagur, 24. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Krakkarnir okkar standa sig vel

14. júlí 2012 kl. 12:35

Krakkarnir okkar standa sig vel

Hópur ungra knapa er staddur í Þýskalandi til að taka þátt í Youth Cup móti FEIF fyrir hönd Íslands og er skemmst frá því að segja að Íslenska liðið standi sig með ágætum.

Katrín Birna Vignisdóttir sigraði keppni í 100 metra skeiði með glæsibrag, átti tvo bestu tíma keppenda, 9,40 og 9,68 sekúndur.
Fjórir knapar tryggðu sér sæti í úrslitum tölts T7, þau Snorri Egholm Þórisson sem er í 2. sæti inn í úrslitin, Dóróthea Ármann er í því þriðja, Nína María Hauksdóttir í 5. sæti og Glódís Helgadóttir keppir í B-úrslitum. Súsanna Katarína Jónsdóttir er svo í 3. sæti inn í úrslit í sérstakri fjórgangskeppni V4. Í fjórgangi V2 er Dóróthea í 5. sæti og Nína María í 8. sæti. Einnig hafa krakkarnir keppt í fleiri skemmtilegum greinum með góðum árangri.