mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Krakkar í fremstu röð í Uppsveitadeild æskunnar

13. febrúar 2011 kl. 22:11

Krakkar í fremstu röð í Uppsveitadeild æskunnar

Á laugardag fór fram fyrsta mótið í Uppsveitadeild Æskunnar í Reiðhöllinni á Flúðum. Keppt er í einstaklings- og liðakeppnum þar sem hestamannafélögin Smári, Logi og Trausti etja kappi. Keppt var í smala og voru þrjátíu börn og unglingar skráðir til leiks. Ekki voru þau síðri tilþrifin í dag en í Uppsveitadeildinni á föstudagskvöldið og stóðu krakkarnir sig afburðavel, að sögn aðstandanda keppninnar. “Reiðmennska var til fyrirmyndar og allir gerðu sitt besta í harðri keppni og veit þetta á gott varðandi framhaldið í deildinni,” segir á heimasíðu hestamannafélagsins Smára.

Næsta mót er laugardaginn 5 mars næstkomandi og þá verður keppt í fjórgangi.

Efstu knapar voru:

Barnaflokkur

 1. Sigríður Magnea Kjartansdóttir
 2. Ragnheiður Einarsdóttir
 3. Karítas Ármann
 4. Viktor Logi Ragnarsson
 5. Helgi Valdimar Sigurðsson
 6. Rósa Kristín Jóhannesdóttir
 7. Hrafndís Katla Elíasdóttir
 8. Sölvi Freyr Jónasson
 9. Birgit Ósk Snorradóttir
 10. Natan Freyr Morthens

Unglingaflokkur

 1. Kjartan Helgason
 2. Finnur Jóhannesson
 3. Guðjón Hrafn Sigurðsson
 4. Jón Óskar Jóhannesson
 5. Guðmunda Ellen Sigurðardóttir
 6. Bryndís Heiða Guðmundsdóttir
 7. Vilborg Rún Guðmundsdóttir
 8. Guðjón Örn Sigurðsson
 9. Björgvin Ólafsson
 10. Martha Margeirsdóttir

 

Í  liðakeppni barna fékk Smári með 28 stig en Logi 27 stig.
Í unglingaflokki hlaut Smári 34 stig og Logi 21.

Meðfylgjandi eru myndir frá þessari stórskemmtilegu keppni.