miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kraftur og samstarfsvilji

2. júlí 2014 kl. 18:50

Svanhvít og Glódís heilluðu áhorfendur Landsmóts.

Systir Glóðafeykis heillar í B-flokki.

Svanhvít Kristjánsdóttir sýndi Glódísi frá Halakoti í milliriðlum B-flokks gæðinga. Sýningu þeirra var fagnað innilega af brekkunni. Þær fengu 8,61 í einkunn og eiga nokkuð öruggt sæti í úrslitum.

Glódís er einmitt sammæðra Glóðafeykir sem sigraði þennan flokk á síðasta Landsmóti undir dyggri stjórn eiginmanns Svanhvítar, Einars Öders Magnússonar. Aðspurð segir Svanhvít að kraftur og samstarfsvilji sé sammerkt með systkinunum, sem eru undan hinni eftirminnilegu gæðingshryssu Glóð frá Grjóteyri.