laugardagur, 15. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kraftur í Ástund

18. desember 2009 kl. 11:15

Kraftur í Ástund

Þórarinn Eymundsson mun árita myndina Kraftur  í Ástund Austurveri  á laugardaginn 19des, milli 14-16.
Frábært tækifæri fyrir hestamenn að hitta Þórarinn leggja fyrir hann spurningar og fá sér kaffisopa um leið og
Þeir versla jólagjafir hestamannsins.

“Myndin fjallar um hestinn Kraft og knapann Þórarinn Eymundson. Þeir eru miklir félagar og sigursælt
par á keppnisvöllum á Íslandi. Þeim stendur til boða að taka þátt í Heimsmeistaramóti íslenska hestsins
í Hollandi 2007 og Tóti þarf að taka erfiðustu ákvöðunina á ferli sínum. Íslenski hesturinn hefur verið einangraður
á eyjunni úti í norðri í meira en 1000 ár og vegna smithættu má ekki flytja hesta sem fara út heim til landsins aftur.
Fylgst er með þeim félögum hér heima og á heimsmeistaramótinu, velgengni en einnig efasemdum og sálarstríði knapans.
Einlæg og hrífandi mynd um samband hests og manns."

Ástund Austurveri

Háaleitisbraut 68 TEL 568-42-40
astund@astund.is
www.astund.is
facebook:astund hestar