fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Krafa um DNA-sýni úr hryssum

1. apríl 2015 kl. 10:08

Þöll frá Enni og Árni Björn Pálsson

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins býður upp á stroksýnatökur.

Í vor verður þess krafist að búið verði að taka DNA-sýni úr öllum hryssum sem mæta til kynbótadóms. Í fyrstu verður einungis gerð krafa um að búið sé að taka stroksýnið og að það hafi verið skráð í WF. Niðurstöður úr greiningu þurfa ekki að liggja fyrir.

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) býður upp á stroksýnatökur og er hægt að panta sýnatöku hjá eftirtöldum aðilum:

  • Halla Eygló Sveinsdóttur, sími 516-5024 eða á netfangið halla@rml.is
  • Pétur Halldórsson, sími 487-1513/ 862-9322 eða á netfangið petur@rml.is
  • Steinunn Anna Halldórsdóttir, sími 516-5045 eða á netfangið sah@rml.is
  • Vignir Sigurðsson, sími 516-5047 eða á netfangið vignir@rml.is 
  • Eyþór Einarsson, sími 516-5014 eða á netfangið ee@rml.is
  • Kristján Óttar Eymundsson, 516-5032 eða í netfangið koe@rml.is 

Upplýsingar er einnig hægt að fá í síma 516-5000 eða á netfanginu rml@rml.is
Varðandi stóðhestana er engin breyting frá því sem verið hefur. Ef einhverjir eru ekki með það á hreinu hvaða kröfur eru gerðar varðandi þá er rétt að rifja það upp:

  • Allir stóðhestar þurfa að vera DNA-greindir og hafa sönnun á ætterni.
  • Úr öllum stóðhestum fimm vetra og eldri þarf að hafa verið tekið blóðsýni og það skráð í WF. Ekki er nóg að taka stroksýni. Blóðsýni eru geymd en stroksýnum er hent um leið og þau hafa verið greind
  • Röntgenmynda skal hækilliði allra stóðhesta sem náð hafa fimm vetra aldri. Niðurstöður þurfa að liggja fyrir í WorldFeng áður en hesturinn er skráður á sýningu. Heimilt er að taka myndina á því ári sem hesturinn nær 5 vetra aldri.

Ekki er hægt að skrá hross á kynbótasýningu nema ofantaldar kröfur séu uppfylltar. Hér á heimasíðunni er að finna ýmsan fróðleik varðandi DNA-sýnatökur, kynbótasýningar og hrossarækt almennt.