sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Krafa um DNA sýna úr hryssum

odinn@eidfaxi.is
15. október 2014 kl. 09:47

John K. Sigurjónsson og Sigríður frá Feti

Fram að þessum hafa eingöngu stóðhestar þurft að sanna ætterni sitt.

Fagráð hefur lagt til að allar hryssur sem koma til kynbótadóms skuli vera með staðfest ætterni með DNA prófi líkt og farið hefur verið fram á hjá sýndum stóðhestum á undanförnum árum. Í samþykkt fagráðs segir:

"Fagráð leggur því til að komandi sumar verði einnig gerð krafa um að hryssur sem koma til sýninga séu DNA greindar líkt og stóðhestar."

Þessi tillaga kemur í kjölfar umræðu í fagráðu um hvort rétt sé að halda áfram gæðastýringu í hrossarækt, en þátttaka í henni hefur verið dræm. Segja menn mjög stóran hluta ábyrgra hrossaræktanda hvort sem er standast flestar þær kröfur sem settar eru í gæðastýringunni.

Telur fagráð rétt að skoða það gaumgæfilega hvort rétt sé að halda gæðastýringunni áfram.