laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kostnaður við þátttöku 30-32 milljónir

21. maí 2015 kl. 10:03

Glæsilegir fulltrúar Íslands á Heimsmeistaramótinu í Berlín 2013.

Kynning á Lykli að vali landsliðs fyrir Heimsmeistarmótið í Herning 2015.

Í gærkvöldi stóð Landsliðsnefnd LH fyrir kynningarfundi  í húsnæði Ásbjörns Ólafssonar ehf.  Þar var lykill að vali landsliðsins kynntur, en örlitlar breytingar hafa verið gerðar á honum. Þá var undirritaður samstarfs- og styrktarsamningur milli Ásbjörns Ólafssonar ehf. og Landsliðsnefndar. Styrkurinn er upp á 4 milljónir til næstu 4 ára.

Fram kom í máli Pjeturs N. Pjeturssonar, formanns Landsliðsnefndar LH, að kostnaður við þátttöku á Heimsmeistaramótinu 2015 verði 30-32 milljónir.

Landsliðsnefnd LH hefur ákveðið að hafa tvöfalda úrtöku og verður hún haldin samhliða opnu íþróttamóti Spretts (WR) daganna 10.-14. júní.

Fyrri úrtakan fer fram miðvikudaginn 10. júní og sú seinni verður í sjálfu íþróttamóti u sem hefst formlega föstudaginn 12. júní. Skráning hefst 1. júní á Sportfeng og stendur til miðnættis 7. júní.

Nánar verður fjallað um val landsliðsins í næsta tölublaði Eiðfaxa. Þar verður spjallað við liðstjóra Íslands, Pál Braga Hólmarsson.

Hér má svo finna Lykil að vali íslenska landsliðsins á HM 20115.

Fullorðnir og ungmenni:

 1. Knapi/hestur: Stigahæsti 5-gangari í úrtöku, að meðaltali úr báðum umferðum.
 2.  Knapi/hestur: Stigahæsti 4-gangari í úrtöku, að meðaltali úr báðum umferðum.
 3.  Knapi/hestur: Stigahæsti töltari T1 í úrtöku, að meðaltali úr báðum umferðum.
 4. Knapi/hestur:
  a) Knapi/hestur (parið) ef hann nær 8.04 eða hærri einkunn í T2 í úrtöku, að meðaltali úr báðum umferðum.
  b) Knapi/hestur (parið) sem nær 8.22 eða hærri einkunn í gæðingaskeiði PP1 í úrtöku, að meðaltali úr báðum umferðum.  
  c) Knapi/hestur (parið) sem nær 7.46 sek eða betri tíma úr tveimur umferðum í P2 100m skeiði. 4 sprettir, tveir bestu sprettir gilda úr báðum umferðum. Parið verður að skila einum spretti að auki 7.60 eða betri tíma af þessum fjórum sprettum. Ef fleiri en einn hestur nær lágmarkinu þá skal sá veljast sem betri árangri nær miðað við þau lágmörk sem sett eru. Lagt er að jöfnu: Einkunn: 8.04 í slaktaumatölti T2, Einkunn: 8.22 í gæðingaskeiði PP1, Tími: 7.46 í 100m skeiði P2.  
 5. Knapi/hestur: sem nær 21.74 sek eða betri tíma einu sinni á móti og 22.33 eða betri tíma í öðrum spretti sem þarf ekki að vera á sama móti. Árangurinn þarf að nást við löglegar aðstæður úr rásbásum með rafrænni tímatöku, eða á því móti sem ákveðið er að verði lokamót vegna vals á liðinu 2015  Ef hestur 4 og 5 nást ekki eftir uppgefnum lágmörkum verða þeir báðir valdir af liðsstjóra.  
 6. Knapi/hestur: Liðsstjóri velur.  
 7. Knapi/hestur: Liðsstjóri velur.  
 8. Knapi/hestur: Það ungmenni/par sem nær hæstu einkunn í fimmgangi í úrtöku (F1)  
 9. Knapi/hestur: Það ungmenni/par sem nær hæstu einkunn í fjórgangi í úrtöku (V1)       
 10. Knapi/hestur: það ungmenni/par sem nær hæstu einkun í tölti (T1)   
 11. Knapi/hestur: Ungmenni, liðsstjóri velur par sem hefur tekið þátt í mótum á Íslandi, í hvaða grein sem er, þar til lokaval fer fram..
 12. Knapi/hestur: Ungmenni, liðsstjóri velur par sem hefur tekið þátt í mótum, í hvaða grein sem er , þar til lokaval fer fram. 

Keppendur 1-7 eru fullorðnir.  Keppendur 8-12 eru ungmenni.  

Reiknað er meðaltal greina úr báðum hlutum úrtökunnar hjá knapa 1-2-3-4-8-9 og 10 og ræður það um sæti knapa/hests (pars). Um knapa/hest (par) 4-5 gilda ofantalin lágmörk en aðrir eru liðstjóravaldir.    Keppnisgreinar í úrtöku verða T1, T2, V1, F1, PP1,P2. Keppni í öðrum skeiðgreinum fara fram á mótum fram að skráningu á því móti sem ákveðið að verði lokamót vegna vals á liðinu 2015 við löglegar aðstæður. Sprettir í 100m og 250m skeiði skal miða við löglegar aðstæður og rafræna tímatöku. Öll keppni í hringvallagreinum skal fara fram á 250 metra hringvelli.  Liðstjóri fylgist með ástandi og framþróun liðsins frá úrtöku og fram að keppni á HM. Þeir keppendur sem hafa titil að verja falla einnig undir þennan lið.  Liðstjóri hefur full völd á hverjum tíma til að gera breytingar á liðinu, hvort sem um er að ræða knapa/hest (par) sem valið hefur verið í úrtöku, knapa/hest (par) heimsmeistara frá s.l. móti eða liðstjóravalda knapa/hest (par). Ríkjandi heimsmeistarar skulu tilkynna keppnishesta sína fyrir maílok 2015 til liðsstjóra.  Það par sem nær sæti í úrtöku skal ríða í úrslitum á úrtökumóti. Árangur skal miðast við árið 2015   Samþykkt á landliðsnefndarfundi 14.apríl 2015  

 

Pjetur N. Pjetursson