fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kostir framhæðar

3. mars 2015 kl. 11:34

Trymbill frá Stóra-Ási. Trymbill er dæmi um framháan hest með burðarmikið bak og gott jafnvægi í byggingunni.

Tengsl byggingar og hæfileika íslenska hestsins.

Þorvaldur Kristjánsson, landsráðunautur í hrossarækt, kannaði með vísindalegum hætti tengsl byggingar og hæfileika íslenska hestsins og vann hann rannsóknina sem hluta af doktorsverkefni sínu við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Í 2. tbl. Eiðfaxa, sem áskrifendur geta nálgast rafrænt hér, má nálgast grein eftir Þorvald um niðurstöður rannsóknarinnar um tengsl byggingar og hæfileika. Hér er brot úr greininni:

Þeir þættir í byggingunni sem skildu á milli úrvalshrossa og lakari á hverri gangtegund, og voru því almennt einkennandi fyrir úrvalshross, voru háar herðar, framhæð, há baklína og hátt settur- háls. Úrvalshrossin voru framhærri, þ.e.a.s. það var meiri munur á hæð á herðar og hæð á lend hjá þeim samanborið við lakari hópinn. Meðalmunur á herðum og lend í dag er um 3,0 cm en bestu hrossin eru með rúmlega 6,0 cm mun á herðum og lend.

Úrvalshrossin voru með hærra settan háls en lakari hrossin og einnig beinna bak (minni hæðarmunur á frambaki og baki miðað við hæð á lend). Kostir þessara byggingarþátta komu í ljós bæði þegar tengsl hinna hefðbundnu og þrívíðu líkamsmála við ganghæfni voru könnuð og studdi það við þessar niðurstöður. Þessir þættir skapa að líkindum betra jafnvægi og meira sjálfberandi hest.

Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.