fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kosið í aðalstjórn LH

8. nóvember 2014 kl. 10:44

Frambjóðandinn Stella Björg Kristinsdóttir tekur til máls.

Sex frambjóðendur hljóta kjör.

Frambjóðendur til aðalstjórnar Landssamband hestamannafélaga kynntu sig og áherslumál í stuttum kynningarræðum á Landsþingi. Alls voru 13 framboð birt en þeim fækkaði um eitt þar sem fyrrum stjórnarmaður, Sigurður Ævarsson, dró framboð sitt til baka í sinni ræðu.

Þingheimur kýs nú sex stjórnarmenn Landssambandsins. Þeir frambjóðendur sem ekki ná kjöri hafa kost á að bjóða sig fram til varastjórnar.

Þeir sem bjóða sig fram til aðalstjórnar eru:
Hrönn Kjartansdóttir, Herði
Andrea Þorvaldsdóttir, Létti
Þorvarður Helgason, Fáki
Jóna Dís Bragadóttir, Herði
Ólafur Þórisson, Geysi
Eyþór Gíslason, Glað
Stella Björg Kristinsdóttir, Spretti
Haukur Baldvinsson, Sleipni
Sigurður Ágústsson, Neista
Gunnar Dungal, Stíganda
Steingrímur Viktorsson, Ljúf
Jónas Vigfússon, Funa