fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Korka og Árni fljótust 250 metra

2. júlí 2014 kl. 21:19

Árni Björn Pálsson og Korka frá Steinnesi leiða eftir fyrstu sprettina í 250 metra skeiði.

Stuð á skeiðvellinum.

Það var stuð á skeiðvellinum nú undir kvöld þegar fram fór fyrstu tveir sprettir í 250 metra skeiði. Brekkan fagnaði vel flottum sprettum. Árni Björn Pálsson og Korka frá Steinnesi reyndust fara fljótast metrana 250 og leiða eins og er. Tíminn þeirra var 22,90 sekúndur. Ævar Örn Guðjónsson og Vaka frá Sjávarborg voru þó ekki langt undan, fór sprettinn á 23,20 sek.

Síðari tveir sprettirnir fara fram annað kvöld en venja er að skeiðmeistarar mótsins hampi fyrstu bikurum hátíðarinnar.