þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Korgur ræktaður af upphafsmanni Meistaradeildar-

10. febrúar 2012 kl. 11:13

Korgur ræktaður af upphafsmanni Meistaradeildar-

Það hefur varla farið fram hjá neinum núna að Artemisia Bertus sigraði gæðingafimi Meistaradeildar í gær á Korgi frá Ingólfshvoli.

Korgur er klárhestur sem vakti athygli í vor þegar hann kom fram í kynbótadómi. Hann hlaut þá 8,41 í aðaleinkunn, 8,39 fyrir sköpulag og 8,42 fyrir kosti, þar af 9 fyrir tölt, brokk, stökk, hægt tölt, vilja og geðslag, hófa og fet og 9,5 fyrir fegurð í reið og hægt stökk. Hann er undan Leikni frá Vakurstöðum en í móðurætt af Gerðarstofni, undan Korgu frá Ingólfshvoli sem er undan tveimur afkvæmum Ófeigs frá Flugumýri. Ræktandendur Korgs eru Björg Ólafsdóttir og Örn Karlsson, en gaman er frá því að segja að hann er upphafsmaður Meistaradeildarinnar.

Korgur er nú að mestu í eigu Sunnaholt í Þýskalandi sem  á einnig sigurvegara fjórgangskeppninnar, Óskar frá Blesastöðum 1a.  Af öðrum vænum hestakostum í eigu Sunnaholt er heimsmeistarinn Fránn frá Vestri-Leirárgörðum (ae. 8,35) og hæfileikabomban Atlas frá Hvolsvelli (ae. 8,66) sem hlaut 8,85 fyrir hæfileika þegar hann var sýndur hér 2007.

Meðfylgjandi er myndband af fallegri sýningu Artemisiu og Korgs í gær.

 

Þessu tengt: