föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Konur rúlla upp heimslistanum

30. október 2012 kl. 14:59

Ásta Dögg Bjarnadóttir er langefst í tölti á FEIF Ranking listanum

Ásta Dögg Bjarnadóttir er langefst í tölti á FEIF Ranking listanum yfir besta skor í hestaíþróttum innan FEIF

Á vefnum isibless.is kemur fram að Ásta Dögg Bjarnadóttir er langefst í tölti á FEIF Ranking listanum, sem er einskonar heimslisti yfir besta skor í hestaíþróttum innan FEIF. Ásta Dögg er með 8,80 í skor en næstur er Hinrik Bragason með 8,25. Í fjórgangi er kona einnig á toppnum og það er Frauke Schensel með 8,0. Í slaktaumatölti er það Anne Sofie Nilsen sem er efst með 7,93 og í fimmgangi er það er Vicky Eggertsson með 7,47 í skor. Konur hafa einnig yfirhöndina í gæðingaskeiði og þar er það nýbakaður heimsmethafi í 100 metra skeiði Carina Mayerhofer sem trónir á toppnum með 8,40. Á myndinni er Ásta Dögg Bjarnadóttir á Dynjanda á HM2009.