þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Konur í meirihluta

23. nóvember 2013 kl. 14:19

Til varnar hryggsúlunni. Edda hefur kortlagt algengustu álagspunkta á hryggnum við hestaslys. Mynd/Þórdís Björt Sigþórsdóttir

Rannsóknir á hryggáverkum vegna hestaslysa.

Hestaslys eru algengustu ástæður frístundatengdra hryggáverka hér á landi. Læknaneminn og hestakonan Edda Pálsdóttir skoðaði alvarlega hryggáverka af völdum hestaslysa á árunum 1995-2012. Hún stefnir nú að þróun öryggisvesta fyrir hestamenn.

Rannsóknin leiddi ýmislegt athyglisvert í ljós. Mikil breidd var meðal þeirra hestamanna sem fengu hryggáverka á þessu 18 ára tímabili. Sá yngsti var 12 ára en elsti knapinn var áttræður. Af þessum 49 einstaklingum voru 37 konur.

Edda rekur ástæðu kynjamunarins til tveggja þátta. “Ólíkt öðrum löndum hefur hlutfall hestamanna verið körlum í vil hérlendis. Þegar litið er á tölur frá ÍSÍ sést að hlutfall kvenna í hestamennsku jafnast á tímabilinu. Það þýðir að margar konur voru byrjendur og hefur það margsýnt sig að þeir sem kunna minna eru líklegri til að lenda í slysum. Önnur ástæða gæti legið í ólíkri líkamsgerð karla og kvenna, konur eru með veikari bein og því líklegri til að brotna.”

Með nýjasta blaði Eiðfaxa fylgir veglegt blað um öryggismál. Í því er að finna viðtal við Eddu Pálsdóttur.
Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is