fimmtudagur, 17. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Konsert sýndur

30. maí 2016 kl. 16:29

Konsert frá Hofi, Knapi Jakob Svavar Sigurðsson

Kynbótasýningin í Spretti.

Það hafa margir beðið eftir því að Konsert frá Hofi komi aftur til dóms eftir Landsmótið á Hellu þar sem hann stóð efstur í flokki 4 vetra stóðhesta og setti heimsmet í þeim flokki. Hann var sýndur núna í morgun í Spretti af Jakobi S. Sigurðssyni en hann hækkaði í byggingu um átta kommur en lækkaði örlítið fyrir hæfileika. Hann hækkaði þó skeið einkunn sína úr 8,0 í 9,0 og brokk einkunn úr 8,0 í 8,5.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá dóminn

IS2010156107 Konsert frá Hofi
Örmerki: 352098100025613
Litur: 6520 Bleikur/kolóttur stjörnótt
Ræktandi: Eline Manon Schrijver, Jón Gíslason
Eigandi: Goetschalckx Frans
F.: IS2003181962 Ómur frá Kvistum
Ff.: IS1995184651 Víglundur frá Vestra-Fíflholti
Fm.: IS1997287042 Orka frá Hvammi
M.: IS2004256111 Kantata frá Hofi
Mf.: IS1991158626 Kormákur frá Flugumýri II
Mm.: IS1997256113 Varpa frá Hofi
Mál (cm): 146 - 133 - 141 - 65 - 142 - 37 - 48 - 42 - 6,8 - 30,0 - 18,0
Hófa mál: V.fr.: 8,9 - V.a.: 8,3
Sköpulag: 9,5 - 8,5 - 8,5 - 9,0 - 9,0 - 7,5 - 8,0 - 7,5 = 8,56
Hæfileikar: 9,0 - 8,5 - 9,0 - 8,5 - 9,0 - 9,5 - 6,0 = 8,78
Aðaleinkunn: 8,69
Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Jakob Svavar Sigurðsson
Þjálfari: