sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Konráð Íslandsmeistari

27. júlí 2014 kl. 14:16

Konráð Axel og Vörður frá Sturlureykjum.

A úrslit í fjórgangi í unglingaflokki.

Þá er úrslitum lokið í fjórgangi í unglingaflokki. Fyrir greiða töltið voru þau Konráð Axel og Valdís Björk jöfn í efsta sæti og Arnór Dan þriðji. Þetta voru mjög jöfn úrslit og erfitt að segja hver myndi fara með sigur úr bítum. Á efstu þremur sætunum munaði einungis brotabrotum. 

Það fór þó svo að Konráð Axel Gylfason hreppti Íslandsmeistaratitil í fjórgangi á Verði frá Sturlureykjum 2. 

Einnig voru veitt verðlaun fyrir samanlagðan sigurvegari í unglingaflokki en það var hann Arnór Dan Kristinsson. Það sem telur eru fjórgangur, tölt, gæðingaskeið og slaktaumatölt en Arnór keppti í þeim öllum með góðum árangri en meðaltal var 6,08 stig. 

A-úrslit í fjórgangi unglingaflokki:

1 Konráð Axel Gylfason / Vörður frá Sturlureykjum 2 6,97 
2 Arnór Dan Kristinsson / Straumur frá Sörlatungu 6,90 
3 Valdís Björk Guðmundsdóttir / Hrefna frá Dallandi 6,87 
4 Dagmar Öder Einarsdóttir / Glóey frá Halakoti 6,73 
5 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir / Héla frá Grímsstöðum 6,50 
6 Harpa Rún Jóhannsdóttir / Straumur frá Írafossi 6,43 
7 Þóra Höskuldsdóttir / Sólfaxi frá Sámsstöðum 5,57