föstudagur, 20. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Konráð Axel íþróttmaður Faxa.

1. desember 2014 kl. 10:28

Þriðja sinn sem hann hlýtur þennan titil þrátt fyrir ungan aldur.

Aðalfundur Faxa fór fram miðvikudaginn 26 nóvember síðastliðinn. Gestur fundarins var  Erling Sigurðsson og flutti hann skemmtilegan og fróðlegan pistil, sem vakti mikla kátínu fundarmanna, hafi hann þökk fyrir. Viðurkenningu fyrir vel unnin störf fyrir félagið  kom í hlut Randi Holaker að þessu sinni en hún hefur unnið mikið og gott starf í gegnum árin sérstaklega í tengslum við KB mótaröðina, er hún vel að þessu komin. Íþróttamaður Faxa var Konráð Axel Gylfason og er það í þriðja sinn sem hann hlýtur þennan titil þrátt fyrir ungan aldur, en Konráð er aðeins 17 ára.