sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kóngurinn traustur í sessi

Jens Einarsson
28. júlí 2010 kl. 11:29

Orri frá Þúfu er faðir keppnishesta

Konungur stóðhestanna, Orri frá Þúfu, er ennþá traustur í sessi. Hann á flest afkvæmi í gæðingakeppni og tölti á Stórmóti Geysis, sem heldið verður um verslunarmannahelgina á Gaddstaðaflötum við Hellu. Synir hans koma næstir honum sem feður.

Orri á þrjú afkvæmi í flokki klárhesta og fimm í flokki töltara. Sonur hans Sær frá Bakkakoti á fimm afkvæmi í flokki klárhesta og annar sonur hans Sveinn-Hervar frá Þúfu á þrjú afkvæmi. Í flokki alhliða gæðinga á Orri fimm afkvæmi og Gári sonur hans tvö. Huginn frá Haga á þar tvö afkvæmi. Í skeiðgreinum á Galsi frá Sauðárkróki flest afkvæmi, eða þrjú. Kjarval frændi hans á tvö afkvæmi og Aron frá Strandarhöfði, sem er að koma inn sem skeiðhestafaðir, á tvö afkvæmi.