fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Komu sterk inn eftir fótbrot

30. júní 2014 kl. 22:00

Helga Stefánsdóttir ánægð eftir daginn með Kolbein frá Hæli í bakgrunni.

Helga keppir í milliriðli barnaflokks.

Helga Stefánsdóttir úr hestamannafélaginu Herði er mjög sátt eftir þátttöku sína í forkeppni barnaflokks. Þar lenti hún í 9.sæti á hestinum sínum Kolbeini frá Hæli.

Eiðfaxi hitti Helgu í tjaldinu hennar þar sem hún var að fagna góðum árangri með foreldrum sínum. ,,Veðrið verður örugglega ekkert betra, ég er orðin svo vön svona veðri,” segir Helga aðspurð um keppnisaðstæður.  Kolbeinn slasaðist í fyrra þar sem hann fótbraut sig en fékk tíma til að jafna sig. Trausti Þór Guðmundsson var þeim til halds og trausts í vetur og komu þau sterk til leiks á Landsmót. Þau munu taka þátt í milliriðlum sem fara fram á miðvikudaginn.