sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Komu af fjöllum

27. september 2010 kl. 14:08

Komu af fjöllum

Sigríður Björnsdóttir dýralæknir var í Laufskálarétt um helgina og fylgdist með er hrossin komu að réttinni....

Eiðfaxi spjallaði við Sigríði.
„Ég varð ekki vör við hósta eða önnur einkenni þegar hrossin komu að réttinni og köstuðu mæðinni eftir reksturinn. Þegar líða tók á daginn örlaði aðeins á einkennum hjá örfáum hrossum, ég heyrði aðeins hósta og sá nefrennsli í fáeinum hrossum. Að mínu mati var ástand hrossanna gott og litu þau vel út. Það var virkilega mikill léttir að sjá að allt hafði farið vel.