þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kompás til Þýskalands

11. október 2013 kl. 20:00

Kompás er nýjasti gripurinn á Gestut Hrafnsholt.

Ný fjöður í hatt Geira Kóka

Glæsigripurinn Kompás frá Skagaströnd er farinn á vit nýrra ævintýra í Þýskalandi.

Kompás er Hágangssonur fæddur 2006 undan gæðingamóðurinni Sunnu frá Akranesi. Sunna hefur gefið af sér átta fyrstu verðlauna afkvæmi, þar á meðal Kvist frá Skagaströnd. Ræktandi Kompásar er Sveinn Ingi Grímsson. Kompás hefur hæst hlotið 8,43 í aðaleinkunn kynbótadóms, fyrir sköpulag hefur hann hlotið 8,64 og 8,40 fyrir kosti.

Ásgeir Svan Herbertsson, Geiri Kóka, er nýr eigandi Kompásar. Í samtali við Eiðfaxa sagðist hann hafa heillast af útliti hans og getu, Hann verður notaður sem keppnishestur og í ræktun á búgarði þeirra feðga, Geira og Kóka, Gestut Hrafnsholt. Meðal annarra djásna búgarðsins er Fláki frá Blesastöðum 1A.