þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Komma ræktunarbú ársins hjá HEÞ

16. nóvember 2009 kl. 09:29

Komma ræktunarbú ársins hjá HEÞ

Á haustfundi Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga sem haldinn var í kvöld 12. nóv. var hrossaræktarbúið Komma í Eyjafjaðrarsveit kosið ræktunarbú ársins. Alls voru tilnefnd fimm bú og auk Kommu voru það Litla-Brekka, Torfunes, Grund ll og Efri- Rauðalækur. Fjögur hross frá Kommu voru sýnd í kynbótadómi á árinu og hlutu öll 1.verðlaun og meðaltalseinkunin var 8,16. Hæst dæmdu hross í öllum flokkum fengu viðurkenningu og voru þau eftirfarandi.

4. vetra stóðhestar: Þorri frá Möðrufelli          8,11
5. vetra stóðhestar : Grunnur frá Grund ll       8,47
6. vetra stóðhestar: Kiljan frá Árgerði             8,30
7. vetra og eldri : Kaspar frá Kommu              8,40

4. vetra hryssur : Rauðhetta frá Kommu          8,11
5. vetra hryssur : Krækja frá Efri-Rauðalæk    8,30
6.vetra hryssur : Elding frá Torfunesi              8,18
7. vetra og eldri: Myrkva frá Torfunesi           8,47

 
Eiðfaxi óskar Vilberg og fjölskyldu í Kommu til hamingju með árangurinn.