fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kominn í nýjar hendur

odinn@eidfaxi.is
7. febrúar 2014 kl. 15:27

Eldjárn frá Tjaldhólum setin af Guðrúnu Huldu ritstjóra Eiðfaxa

Eldjárn frá Tjaldhólum skiptir um þjálfara.

Stóðhesturinn Eldjárn frá Tjaldhólum hefur skipað sér í fremstu röð keppins- og kynbótahrossa landsins, en afkvæmi hans hafa vakið lukku. Eldjárn var sýndur til 1.verðlauna fyrir afkvæmi á LM2012 en hæst dæmda afkvæmi hans er hestagullið Fura frá Hellu sem Guðmundur Björgvinsson varð heimsmeistari á í Berlín síðastliðið sumar.

Guðmundur og Eldjárn eiga líka farsælan keppnisferil að baki og börðust m.a. tvisvar sinnum um efsta sætið í B-flokkskeppni Landsmóts en varð að láta sér annað sætið duga í bæði skiptin.

Eldjárn var um tíma í þjálfun hjá Halldóri Guðjónssyni, en þeir komust í úrslit í B-flokki á síðasta Landsmóti.

Nú hefur Sigurður Sigurðarson tekið við þjálfuninni en í samtali við Eiðfaxa segist hann ætla að sjá til hvað framtíðin beri í skauti sér hjá honum og Eldjárni.