miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kom sjálfum sér á óvart

4. júlí 2014 kl. 13:44

Konráð Axel og Vörður frá Sturlureykjum.

Konráð Axel vann sér sæti í A-úrslitum í unglingaflokki.

Konráð Axel Gylfason kom sjálfum sér á óvart þegar hann vann sér sæti í A-úrslitum í unglingaflokk. Hestur hans er Vörður frá Sturlureykjum, 7 vetra rauðskjóttur undan Auð frá Lundum II og Skoppu frá Hjarðarholti. ,,Sýningin okkar gekk mjög vel og eiginlega vonum framar. Vörður er fæddur okkur og mamma hefur tamið hann frá því hann var 4 vetra. Svo fékk ég hann fyrr í sumar og hef þjálfað hann síðan þá,” segir Konráð Axel.

 

Það vakti athygli blaðamanns Eiðfaxa hversu stór og vel hirtur Vörður er og segir Konráð Axel að hann eigi erfitt með að ráða við allar hreyfingarnar vegna stærðarinnar. ,,Hann er pempía sem er kostur því þá er hægt að halda spónakostnaði niðri,” segir Konráð Axel að lokum.