föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kolfinnssynir bestu klárhestarnir

odinn@eidfaxi.is
7. desember 2013 kl. 16:21

Hörður Óli Sæmundsson keppir á Andra frá Vatnsleysu.

Listi yfir bestu B-flokks hestana.

Þegar listinn yfir hæstu dóma B-flokks hesta á það sama við og hjá A-flokkshestunum þar að segja að hátt dæmdir stóðhesta eru áberandi á meðal efstu hesta.

Efstur á listanum er Stóðhesturinn Andri frá Vatnsleysu sonur Kolfinns frá Kjarnholtum, en annar Kolfinnssonur vermir annað sætið en það er Stimpill frá Vatni. Þetta eru hæst dæmdu synir Kolfinns sem enn eru á landinu, en eins og áður var greint frá þá voru aðrir synir hans fluttir út. Þeir hestar sem hér um ræðir eru þeir Alur frá Lundum, Kraftur frá Efri-Þverá og Ágústínus frá Melaleiti.

Þriðji er Sæssonurinn Freyðir frá Leysingjastöðum en hæsta hryssan á listanum er Skrugga frá Kýrholti en hún er í fimmta sæti.

 

1. Sigurður Vignir Matthíasson  Andri frá Vatnsleysu 8,71 Gæðingamót Fáks

2. Jakob Svavar Sigurðsson Stimpill frá Vatni 8,67           FM Vesturlands

3. Ísólfur Líndal Þórisson Freyðir frá Leysingjastöðum II 8,66    FM Vesturlands

4. Þórdís Erla Gaumur frá Auðsholtshjáleigu 8,65 Gæðingamót Fáks

5. Erlingur Ingvarsson  Skrugga frá Kýrholti 8,64            Fákaflug

6. Sigurður Sigurðarson Dreyri frá Hjaltastöðum 8,63 FM Vesturlands.

7. Eyjólfur Þorsteinsson Klerkur frá Bjarnanesi 8,61FM á Austurlandi.

8. Björn Fr. Jónsson Spes frá Vatnsleysu 8,59 Fákaflug

9. Viðar Ingólfsson  Stefnir frá Þjóðólfshaga 1 8,58 Gæðingamót Fáks

10. Friðdóra Friðriksdóttir Jór frá Selfossi  8,57 Gæðingamót