fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Köflóttur árangur

odinn@eidfaxi.is
30. október 2014 kl. 09:01

Litli-Dagur er hæst dæmda kynbótahross ársins í Noregi.

Frændur okkar eru að eflast í ræktun.

Ekkert hross fætt í Noregi er á meðal tíu efstu hrossa í sínum andursflokki nú í ár. Áberandi er hve mögur uppskera er í elsta flokki hryssna og stóðhesta, en hæst dæmda hryssa Noregs í elsta flokki er Tindra frá Storebø með 8,09 í aðaleinkunn. Ræktunin hefur þó verið að eflast í Noregi á undanförnum árum.

Í Noregi er talsverð ræktun íslenska hestsins, en þar í landi voru tæplega 300 folöld skráð í fyrra.

Hæst dæmda hross ársins í Noregi er stóðhesturinn Litli-Dagur frá Teland með 8,40 í aðaleinkunn. Hann er sonur Starrasonarins Hrafns frá Brimilsvöllum. Hæst dæmda hryssa Noregs er hins vegar Ísold frá Sigersberg með 8,29 í aðaleinkunn. Ísold er dóttir Kiljans frá Blesastöðum.

Hæstu hross Noregs í hverjum flokki

NO2010104091 Bjartmar frá Nedre Sveen           8,12

NO2010204234 Frábær frá Midtlund      8,04

NO2009114206 Litli-Gneisti frá Moene  8,02

NO2009210221 Carmen frá Vindal           8,27

NO2008110314 Litli-Dagur frá Teland      8,40

NO2008204455 Ísold frá Sigersberg       8,29

NO2007115422 Núpur frá Stall Kjersem               7,95

NO2006208071 Tindra frá Storebø 8,09