mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Knútur Ármann smalameistari

25. febrúar 2012 kl. 14:25

Knútur Ármann smalameistari

Í gærkvöldi fór fram æsispennandi keppni í Smala í Uppsveitadeildinni á Flúðum. 

 
Riðnar voru tvær umferðir, tekið mið af tíma, felldum keilum og refsistigum og árangur í stigahærri umferð gildir sem betri árangur. Að því loknu riðu 10 efstu knapar eina úrslitaumferð. Langefstur eftir forkeppni var sigurvegarinn frá í fyrra Einar Logi Sigurgeirsson. Næstu knapar voru mjög jafnir og ljóst var að allt gat gerst í úrslitaumferðinni. Lið JÁVERKS, sem sigraði liðakeppnina í fyrra, var með alla þrjá knapa sína í úrslitum og gaman er að segja frá því að öll liðin, 7 talsins, áttu fulltrúa í úrslitum. Að lokum fóru leikar þannig að Knútur Ármann stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa náð langbesta tíma kvöldsins, 1,0001 mín. Fast á hæla hans kom liðsfélagi hans Sólon Mortens og þriðja var María Þórarinsdóttir.   Lið ÁSTUNDAR trónir á toppnum í liðakeppninni að lokinni fyrstu grein, næst á eftir þeim lið JÁVERKS og svo hin nokkuð jöfn þar á eftir.  Næsta mót fer fram miðvikudagskvöldið 4 apríl en þá verður keppt í fjórgangi. Viljum einnig minn á að Uppsveitadeild Æskunnar hefst laugardaginn 10 mars og þá verður einnig keppt í smala.
 
Úrslit:
 
Forkeppni
 
KNAPI HESTUR LIÐ tími felldar keilur samtals stig
1 Einar Logi Sigurgeirsson Æsa frá Grund, 21v. Grá ÞÓRISJÖTNAR 1,0455 1 286
2 Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg Hróðný frá Hvítanesi, 6v. Dökkmoldótt,stjörn. ÚTLAGINN 1,1263 1 226
3 Guðrún S. Magnúsdóttir Glampi frá Tjarnarlandi, 7v. Rauður JÁVERK 1,0572 4 224
4 María B. Þórarinsdóttir Glampi frá Reykholti, 14v. Rauðblesóttur JÁVERK 1,1376 1 216
5 Sólon Morthens Spónn frá Hrosshaga, 11v. Rauður ÁSTUND 1,0753 3 208
6 Líney S. Kristinsdóttir Hljómur frá Fellskoti, 6v. Bleikálóttur JÁVERK 1,0963 4 204
7 Knútur Ármann Dögg frá Ketilsstöðum, 19v. Brún ÁSTUND 1,0468 5 200
8 Aðalsteinn Aðalsteinsson Lávarður frá Húsatóftum, 20v. Rauður MOUNTAINEERS OF ICELAND 1,0573 5 190
9 Bjarni Birgisson Garún frá Blesastöðum 2a, 5v. Bleik LAND&HESTAR/NESEY 1,1493 0 190
10 Sölvi Arnarsson Hæringur frá Miðengi, 7v. Grár BYKO 1,0227 8 188
11 Birgir Leó Ólafsson Þerna frá Selfossi, 8v. Brún BYKO 1,0487 6 186
12 Gunnlaugur Bjarnason Tvistur frá Reykholti, 15v. Rauðtvístjörn. LAND&HESTAR/NESEY 1,1363 2 182
13 Hólmfríður Kristjánsdóttir Dynjandi frá Grafarkoti, 12v. Brúnskjóttur ÚTLAGINN 1,1337 3 178
14 Bryndís Heiða Guðmundsdóttir Blær frá Vestra-Geldingaholti MOUNTAINEERS OF ICELAND 1,1454 4 144
15 Grímur Sigurðsson Glaumur frá Miðskeri, 16v. Jarpur MOUNTAINEERS OF ICELAND 1,1655 3 128
16 Gunnar Jónsson Vífill frá Skeiðháholti 3, 11v. Jarpur ÞÓRISJÖTNAR 1,1758 3 128
17 Þórey Helgadóttir Djákni frá Minni-Borg, 10v. Móálóttur ÁSTUND 1,2053 2 132
18 Vilmundur Jónsson Hrefna frá Skeiðháholti, 7v. Brún ÞÓRISJÖTNAR 1,162 5 80
19 Kjartan Gunnar Jónsson Reytur frá Kringlu BYKO 1,1659 5 70
20 Kristbjörg Kristinsdóttir Hátíð frá Jaðri, 6v. Fífilbleikstjörnótt ÚTLAGINN 1,2584 4 64
21 Ástrún S. Davíðsson Stóri Brúnn frá Hlemmiskeiði, 18v. Móbrúnn LAND&HESTAR/NESEY 1,3328 6 16
 
 
Úrslitaumferð : 
KNAPI HESTUR LIÐ tími felldar keilur samtals stig
1 Knútur Ármann Dögg frá Ketilsstöðum, 19v. Brún ÁSTUND 1,0001 3 258
2 Sólon Morthens Spónn frá Hrosshaga, 11v. Rauður ÁSTUND 1,0226 2 252
3 María B. Þórarinsdóttir Glampi frá Reykholti, 14v. Rauðblesóttur JÁVERK 1,0877 2 222
4 Asa Ljungberg Hróðný frá Hvítanesi, 6v. Dökkmoldótt,stjörn. ÚTLAGINN 1,1868 1 206
5 Bjarni Birgisson Garún frá Blesastöðum 2a, 5v. Bleik LAND&HESTAR/NESEY 1,151 2 202
6 Einar Logi Sigurgeirsson Æsa frá Grund, 21v. Grá ÞÓRISJÖTNAR 1,04 5 200
7 Aðalsteinn Aðalsteinsson Lávarður frá Húsatóftum, 20v. Rauður MOUNTAINEERS OF ICELAND 1,0506 5 190
8 Líney S. Kristinsdóttir Hljómur frá Fellskoti, 6v. Bleikálóttur JÁVERK 1,1048 5 170
9-10. Sölvi Arnarsson Hæringur frá Miðengi, 7v. Grár BYKO ÓGILT
9-10. Guðrún S. Magnúsdóttir Glampi frá Tjarnarlandi, 7v. Rauður JÁVERK ÓGILT
 
 
Staðan í einstaklingskeppninni :
  KNAPI STIG
1 Knútur Ármann 10
2 Sólon Morthens 9
3 María B. Þórarinsdóttir 8
4 Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg 7
5 Bjarni Birgisson 6
6 Einar Logi Sigurgeirsson 5
7 Aðalsteinn Aðalsteinsson 4
8 Líney S. Kristinsdóttir 3
9-10. Sölvi Arnarsson 1,5
9-10. Guðrún S. Magnúsdóttir 1,5
 
 
Staðan í liðakeppninni:
 
1 ÁSTUND 19
2 JÁVERK 12,5
3 ÚTLAGINN 7
4 LAND&HESTAR/NESEY 6
5 ÞÓRISJÖTNAR 5
6 MOUNTAINEERS OF ICELAND 4
7 BYKO 1,5