miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Knapinn var Sveinn Einarsson

25. nóvember 2009 kl. 09:23

Knapinn var Sveinn Einarsson

Í grein um Bruno Schweizer sem birtist í síðasta tölublaði Eiðfaxa var falleg mynd af ungum manni sem sat hestinn Jarp í útreiðartúr suður í Þýskalandi sumarið 1937. Ekki var vitað hver maðurinn var en skömmu eftir útkomu blaðsins hafði Valgerður Sveinsdóttir samband við Eiðfaxa og upplýsti að hér færi faðir hennar, Sveinn Einarsson frá Miðdal í Mosfellssveit.

Segist Valgerður hafa séð myndina hjá föður sínum fyrir margt löngu og hafi hann þá haft á orði hve viljugur og skemmtilegur reiðhestur Jarpur hafi verið. Sveinn lærði leirkerasmíð í Þýskalandi árin 1936-39 og kynntist þá Bruno Schweizer.

Eftir að Sveinn kom heim til Íslands var hann í samstarfi við Guðmund bróður sinn í Listvinahúsinu á Skólavörðuholti þar til að hann varð veiðistjóri, sá fyrsti er gegndi því starfi, enda mikill áhugamaður um veiðar og öllu þeim tengdu. Sveinn Einarsson lést árið 1984.