þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Knapi ársins ?

30. október 2013 kl. 09:00

Guðmundur Friðrik Björgvinsson var knapi ársins 2012

Hvað segja sérfræðingarnir..

Þá hafa knapatilnefningarnar í ár verið gefnar út. En tilnefndir sem knapar ársins eru Árni Björn Pálsson, Bergþór Eggertsson, Jakob S. Sigurðsson, Jóhann Rúnar Skúlason og Sigurbjörn Bárðarson. 

Eiðfaxi spurði nokkra valinkunna hestamenn, hvern þeir teldu líklegastann til að hreppa titilinn Knapi ársins 2013.

Guðmundur Björgvinsson: "Ef valið verður eftir mómenti ársins þá verð ég að segja að ég tel stórvin minn Jóhann Rúnar Skúlason líklegastann"

Hulda Gústafsdóttir: "Ég myndi segja að það yrði Bergþór Eggertsson. En mér finnst hann eiga þann titil skilin fyrir gífurlega góðan árangur með Lótus á síðustu árum."

Reynir Örn Pálmason: "Ég held það verði Jakob Svavar Sigurðsson. Hann hefur staðið sig mjög vel í ár. Fimmfaldur Íslandsmeistari og sýndi mörg góð kynbótahross. Hann er alltaf í fremstu víglínu í íþróttakeppninni"

Sigurður Sigurðarson: "Ég held að það verði Jói Skúla. Hann vann afrek sem verður seint toppað í bráð. Hann sýndi mikla yfirburði í ár en auk árangurs í keppni sýndi hann einnig hross í kynbótadómi."

Þórarinn Eymundsson: "Það verður Jóhann R. Skúlason fyrir frammúrskarandi sýningu á Heimsmeistaramótinu í sumar þar sem hann hlaut einnig tvö gull."