laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Knapatilnefningar

26. október 2016 kl. 15:00

Tilnefningar til knapaverðlauna.

Valnefnd sú er tók að sér það verkefni að fara yfir árangur keppanda á liðnu keppnistímabili er tilbúin með tilnefningar í alla flokka. Þeir sem verða svo útnefndir í hverjum flokki verða að venju heiðraðir á Uppskeruhátíð hestamanna þann 5. nóvember auk þess sem ræktunarbúi ársins verða veitt verðlaun.

Miðasala er hafin á hátíðina, sem verður afar glæsileg að vanda en það eru LH og FHB sem standa saman að henni.

Miðasalan fer fram í Gullhömrum, netfangið er gullhamrar@gullhamrar.is og síminn er 517-9090. Miðaverðið er kr. 9.600 sem er það sama og síðast. Þriggja rétta hátíðarkvöldverður er innifalinn, skemmtiatriði og ball.

En hér eru tilnefningarnar: 

Íþróttaknapi ársins
Árni Björn Pálsson
Bergur Jónsson
Hulda Gústafsdóttir
Jakob Svavar Sigurðsson
Teitur Árnason

Gæðingaknapi ársins
Daníel Jónsson
Eyjólfur Þorsteinsson
Eyrún Ýr Pálsdóttir
Finnur Bessi Svavarsson
Jakob Svavar Sigurðsson

Skeiðknapi ársins
Árni Björn Pálsson
Bjarni Bjarnason
Helga Una Björnsdóttir
Konráð Valur Sveinsson
Sigurður Vignir Matthíasson

Kynbótaknapi ársins
Agnar Þór Magnússon
Árni Björn Pálsson
Daníel Jónsson
Guðmundur Fr. Björgvinsson
Jakob Svavar Sigurðsson

Efnilegasti knapi ársins
Anna Bryndís Zingsheim
Ásdís Ósk Elvarsdóttir
Dagmar Öder Einarsdóttir
Guðmunda Ellen Sigurðardóttir
Máni Hilmarsson

Keppnishestabú ársins
Árbæjarhjáleiga
Efri-Rauðalækur
Fet
Syðri-Gegnishólar
Torfunes