sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Knapar ársins hjá Létti verðlaunaðir

18. janúar 2015 kl. 13:31

Viðar Bragason er íþróttamaður Léttis árið 2014. Mynd/Jón Björnsson

Viðar Bragason og Fanndís Viðarsdóttir fóru mikinn á mótum árið 2014.

Viðar Bragason og Fanndís Viðarsdóttir voru verðlaunuð hjá hestamannafélagi sínu, Létti, um helgina.

Þetta er annað árið í röð sem Viðar er  kjörinn íþróttamaður Léttis. Hann hefur á undanförnum árum verið að stimpla sig inn sem einn af bestu knöpum landsins og hefur á liðnum árum landað stórum sigrum á hinum ýmsu hrossum, flestum úr eigin ræktun, að er fram kemur í frétt Léttis.

"Árið 2014 var þar engin undantekning, þó segja megi að hæst hafi frægðarsól Viðars skynið árið 2014 er hann náði frábærum árangri á gæðingnum Væntingu frá Hrafnagili. Sigur í B flokki gæðinga í Gæðingakeppni Léttis sem og góður árangur í töltkeppni Landsmóts hestamanna á árinu er eftirminnilegur og það er alveg ljóst að við eigum eftir að sjá meira til þeirra tveggja saman á næstu misserum og árum.Auk þess hefur Viðar náð mjög svo góðum árangri á öðrum hrossum á árinu 2014, sem eins og áður sagði koma flest úr ræktun þeirra hjóna á Björgum1."

Fanndís var kjörin efnilegasti knapi í ungmennaflokki. " Fanndís er, þrátt fyrir ungan aldur komin með alveg ótrúlegt árangursskor á hestamannamótum stórum sem smáum á liðnum árum og hefur unnið marga glæsta sigra á smærri sem stærri mótum. Á árinu 2014 var þar engin undantekning þótt segja megi að stóra sólin hafi skynið á Fanndísi á Landsmótinu í sumar þar sem hún fór alla leið í úrslit í ungmennaflokki á hryssunni Björgu frá Björgum, og endaði að lokum í 6 sæti. Frábær árangur það.

Fanndís náði auk þess mjög góðum árangri á öðrum þeim mótum er hún tók þátt í og er hún svo sannarlega góð fyrirmynd ungu kynslóðarinnar í Létti sem á eftir kemur," segir í frétt frá hestamannafélagin Létti.