laugardagur, 15. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Knapar ársins 2009

Jens Einarsson
9. nóvember 2009 kl. 11:18

Siggi Sig. og Siggi Sigmunds.

Sigurður Sigurðarson á Þjóðólfshaga er knapi ársins 2009. Að jafnaði kom Sigurður víða við, enda eljusamur og fjölhæfur með afbrigðum, hvort sem er í kynbótasýningum, íþróttakeppi, gæðingakeppni eða kappreiðum. Hann var tilnefndur í fjórum flokkum af fimm. Að þessu sinni hlaut hann titilinn ekki síst vegna frábærrar frammistöðu í kynbótasýningum. Árangur hans sem ræktanda var heldur ekki síðri, eins og sjá má í frétt hér á H&H, sem var birt fyrir skömmu um ræktunarbú.

Gæðingaknapi: Guðmundur Björgvinsson

Íþróttaknapi: Jóhann Skúlason og Rúna Einarsdóttir

Skeiðknapi: Sigurbjörn Bárðarson

Kynbótaknapi: Erlingur Erlingsson

Efnilegasti knapinn: Linda Rún Pétursdóttir

Þess skal svo getið sérstaklega að heiðursknapi hestamanna að þessu sinni er enginn annar en Sigurður Sigmundsson, hestablaðamaður og ljósmyndari í áratugi. Sigurður er einn þekktasti hestamaður landsins, vinsæll og aufúsugestur hvar sem hann kemur.