miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Knapamerkin festa sig enn í sessi

29. september 2012 kl. 12:24

Knapamerkin festa sig enn í sessi

Eftir að Hólaskóli tók við umsýslu Knapamerkjanna árið 2004 hefur námsefnið og umgjörð þess verið í stöðugri og jákvæðri þróun. Á hverju ári bætast í hóp útskrifaðra nemenda góðir knapar og reiðkennarar öðlast betri reynslu í að halda Knapamerkjanámskeið. Hestakostur batnar og frábær aðstaða til námskeiðahalds er til reiðu víðsvegar á landinu.

Helga Thoroddsen skrifar um Knapamerkin í 6. tbl. Eiðfaxa en afar spennandi tímar eru framundan. Þar ber hæst  þýðingar og yfirfærslu Knapamerkjanna yfir á önnur tungumál, endurmenntunardagur og prófdómaranamskeið auk margra annarra verkefna.