mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Knapamerki í Herði

8. janúar 2014 kl. 10:01

Hestamannafélagið Hörður

Fyrir fullorðna.

Í vetur verður á ný boðið upp á knapamerkjanámskeið fyrir fullorðna í Herði. Kennt verður á öllum stigum ef næg þátttaka næst, 1 og 2 saman og svo 3 og 4. Við byrjum veturinn á að bjóða upp á stöðupróf fyrir stig 1 og 2. 

Stöðuprófið er bæði skriflegt og verklegt. Nemendur koma með eigin hest. Skráning og nánari upplýsingar um stöðuprófið eru hjá Oddrúnu í síma 849-8088. Einnig má finna upplýsingar um knapamerkin og æfingapróf á knapamerki.is. Kostnaður við prófið er 8000 kr. en tímasetning verður auglýst þegar skráning liggur fyrir.

Kennari knapamerkjanna í ár verður Oddrún Ýr Sigurðardóttir. Oddrún ætti að vera flestum Harðarmönnum kunn. Hún hefur meðal annars sinnt reiðkennslu á síðustu 10 árum bæði á vegum félagsins og víðar auk þess að dæma knapamerkjarpróf. Oddrún útskrifaðist frá Hólaskóla árið 2003.

Stefnt er að því að kennsla á knapamerkjum hefjist mánudaginn 20. janúar. Námskeiðskostnaður er svohljóðandi og miðast við u.þ.b. 16 kennslustundir.

Knapamerki 1 og 2: 30.000 kr. 
Knapamerki 3: 35.000 kr.
Knapamerki 4: 43.000 kr.

 

Skráning skal eiga sér stað í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi):
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

 

1. Velja námskeið. 
2. Velja hestamannafélag (Hörður).
3. Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að fara inná www.hordur.is og sækja um aðild).
4. Velja atburð (og hóp ef fleiri en einn hópur).
5. Setja í körfu. 
6. Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist. 

Fleiri námskeið á vegum félagsins verða kynnt á næstu dögum, meðal annars almennt keppnisnámskeið, aftur á bak, vinna í hendi og fleiri spennandi námskeið.