miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Klyfjahestur framtíðarinnar?

22. september 2012 kl. 20:37

Klyfjahestur framtíðarinnar?

Þetta stórbrotna vélmenni líkir eftir hreyfingum hestsins og fikrar sig gegnum gróft og erfitt landssvæði, rétt eins og um fiman klyfjahest væri að ræða.

 
Vélmennið, sem ber nafnið LS3 (The Legged Squad System), er þróað af ameríska verkfræðifyrirtækinu Boston Dynamics og er verkefnið m.a. styrkt af ameríska hernum að er fram kemur á fréttasíðunni Horse Talk. Hestaróbótin er hannaður sem burðarklár til að flytja byrgðir um landssvæði sem landgönguliðar geta gengið um.
Vélmennið er nokkuð sjálfstýrt, getur fylgt hóp, leiðtoga, eða farið eitt síns liðs á stað með hjálp GPS staðsetningartækis. Vélmennið ber 180 kg og getur gengið allt að 32 km eða í heilan sólarhring.
 
Þótt nokkuð ófrýnilegt sé er LS3 frá Boston nokkuð léttur í spori og sýnist manni hann taka einhverja tilburði til spænska sporsins á einum stað í meðfylgjandi myndbandi. Hann kemst þó varla í hálfkvist við léttleikandi göngulag og eiginleika alvöru fáks.