fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Klettur í Þýskalandi

21. apríl 2015 kl. 16:00

Klettur frá Hvammi, knapi Sigurður V. Matthíasson.

Afkvæmafaðir með heimasíðu í nýju heimalandi.

Eins og fram kom í frétt Eiðfaxa í gær er Klettur frá Hvammi einn af hæst dæmdu stóðhestum sem fluttir hafa verið frá landi á þessu ári. Klettur fór utan í byrjun mars og hefur verið opnuð heimasíða um Klett í nýja heimalandinu, Þýskalandi og þar er rakin saga sölu hans.

Nýjir eigendur Kletts eru þeir sömu og keyptu Tígul frá Gýgjarhóli árið 2013, en það er Peter Langenbach sem fer fyrir hópnum.

Klettur er fæddur árið 1998, undan Gusti frá Hóli og Dóttlu frá Hvammi. Hann var sýndur í sinn hæsta dóm árið 2005 og hlaut þá 8,49 í aðaleinkunn. Hann hlaut 8,43 fyrir sköpulag og 8,54 fyrir kosti.

Klettur á nú skráð 539 afkvæmi og hafa 76 þeirra hlotið fullnaðardóm. Efstir á lista afkvæma hans eru Kiljan frá Steinnesi með 8,78 í aðaleinkunn, Seiður frá Flugumýri með 8,69 og Héðinn frá Feti með 8,62.

Klettur mun þjóna hryssum í Þýskalandi í sumar. Mun folatollurinn kosta 1000 evrur (um 147.000 íslenskar krónur) en 900 evrur fyrir hryssur með fyrstu verðlauna kynbótadóm.