laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Klárgengur og latur - Hvað skal gera?

4. mars 2015 kl. 16:24

Stökkþjálfun er góð leið til að liðka bundna hesta. Mynd/Helga Thoroddsen

Algeng viðfangsefni í þjálfun reiðhrossa.

Hestar eru ólíkir, líkt og mannfólkið, og liggur misvel fyrir þeim að framkvæma það sem beðið er um. Þjálfunarferlið frá því að hestur er frumtaminn og þar til hann telst fulltaminn getur því verið mismunandi langt allt eftir því hvaða hestur á í hlut og hvaða aðferðum er beitt við tamninguna. Mikilvægt er að miða hlutverk hesta út frá líkamlegri getu, geðslagi og hæfileikum en ekki reyna að fella alla í sama mót.

Í 2. tölublaði Eiðfaxa er farið yfir algeng viðfangsefni í þjálfun reiðhrossa í máli og myndum. Tekin eru dæmi um ólíka hesta, hross sem eru spennt og viðkvæm, klárgeng, bundin, löt og hesta sem víxla. Mælt er með auðveldum æfingum til að leysa ýmsa þætti í uppbyggingu reiðhestsins.

Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.