fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Klara hlýtur knapamerkjaverðlaun

21. október 2014 kl. 11:09

Klara Sveinbjörnsdóttir með viðurkenninguna góðu og tamningatryppi sem hún vinnur með þessa dagana. Til að veita henni viðurkenninguna var Klara heimsótt í vinnuna sem í Skipanesi við tamningar og þjálfun.

Stikkorð

Knapamerki

Efsti nemandinn á 5. stigi fær farandgrip.

Klara Sveinbjörnsdóttir er efsti nemandinn á 5. stigi Knapamerkjanna í ár. Hún fékk á dögunum afhentan farandgrip Knapamerkjanna sem hún fær til varðveislu í 1 ár.

„Gripurinn er gefinn af Landsambandi hestamannafélaga og Félagi Hrossabænda og afhentur árlega þeim nemanda sem skarar fram úr í bóklegum og verklegum prófum á 5. stigi Knapamerkjanna. Þessi fallegi farandgripur er hannaður og gerður af Helga Björnssyni sauðfjárbónda og handverksmanni í Huppahlíð og sýnir á fallegan hátt gott samband manns og hests, en er eimintt það sem leitast er við að efla í gegn um Knapamerkin. Klara er svo sannarlega vel að viðurkenningunni komin og stóð sig stórvel í mjög harðri samkeppni í bæði bóklegu og verklegu prófi. Reiðkennari Klöru var Heiða Dís Fjeldsted en hjá henni útskrifuðust í vor 11 nemendur af Knapamerkjastigi 5, og stóðu sig allir frábærlega. Það er hestamannafélagið Skuggi sem á heiðurinn af öllum þessum góðu knöpum og greinilega mjög metnaðarfullri reiðkennslu,“ segir í frétt á knapamerki.is