mánudagur, 24. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kjörbréf vegna Landsþings LH

20. september 2012 kl. 14:55

Kjörbréf vegna Landsþings LH

Síðasti dagur til að skila inn kjörbréfum vegna 58. Landsþings Landssambands hestamannafélaga er í dag 20. september að er fram kemur í tilkynningu frá LH:

 
"Kjörbréf eru send til formanna hestamannafélaganna, sem fylla þau út og sjá síðan um að koma þeim til síns héraðssambands og/eða íþróttabandalags til undirskriftar.  Kjörbréfin eru númeruð þegar fleiri en eitt hestamannafélag er í hverju íþróttaumdæmi.
 
Frágangur kjörbréfa verður að vera í samstarfi við Íþróttabandalög/héraðssambönd, formenn geta ekki sjálfir skrifað undir bréfin.
 
Ef spurningar vakna, hafið samband við skrifstofu LH. Kjörbréf þurfa að berast skrifstofu LH eigi síðar en 20. september."