sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kjerúlf í Köldukinn

14. júlí 2011 kl. 13:58

Kjerúlf frá Kollaleiru, knapi Leó Geir Arnarson

Hágengur vilja- og rýmishestur

Kjerúlf frá Kollaleiru verður til afnota í Köldukinn í Holta- og Landssveit í sumar. Hann er undan Takti frá Tjarnarlandi og Flugu frá Kollaleiru. Fluga er í senn dóttir og systir hins mikla töltmeistara Laufa frá Kollaleiru.

Kjerúlf sver sig í ættina, er með 9,0 fyrir tölt, vilja og fegurð. Hann er með 9,5 fyrir brokk. Fyrir sköpulag er hann með 8,14, fyrir kosti 8,64 og í aðaleinkunn 8,44. Þeir sem vilja koma hryssum undir Kjerúlf fá allar upplýsingar í síma 897-8672