mánudagur, 17. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kjarnorka frá Kálfholti sigrar tölt á Suðurlandsmóti

24. desember 2009 kl. 10:37

Kjarnorka frá Kálfholti sigrar tölt á Suðurlandsmóti

Kjarnorka frá Kálfholti var í stöðugri uppsveiflu í ár hjá Sigurði Sigurðarsyni bónda í Þjóðólfshaga. Þau börðust um efsta sætið í töltkeppnum sumarsins og á Suðurlandsmóti á Hellu síðsumars, sigruðu þau meistaraflokkinn í töltinu með 8,56 í einkunn.

En Siggi fór líka með Kjarnorku í kynbótadóm í vor og þar hlaut hún frábæran dóm, 8,22 fyrir sköpulag og 8,65 fyrir hæfileika. Klárhlryssan er með 5 fyrir skeið en 9,5 fyrir tölt, vilja og geðslag og fegurð í reið, svo eitthvað sé nefnt. Þessi gæðingshryssa er undan Kveik frá Miðsitju og Orku frá Kálfholti (Byr frá Skollagróf, Nótt frá Kálfholti). Eigendur Kjarnorku eru þau Siggi Sig og kona hans Sigríður Arndís Þórðardóttir.

Myndbandið sem fylgir er frá Suðurlandsmótinu og er frá vini okkar hjá www.isibless.de, Henning Drath.